UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið er staðsett í Borgarnesi með útstöðvar í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Þar starfa nú þrír sérfræðingar sem veitar ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk starfsmannanna er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Fræðsluefni um mengun sjávar

Birna S. Hallsdóttir vinnur nú að gerð fræðsluefnis um mengun sjávar í samstarfi við Ævar Þór Benediktsson, vísindamann, leikara og barnabókahöfund. Styrkir fengust til verksins úr Rannsóknasjóði síldarútvegsins og úr Námsgagnasjóði. Efninu verður komið fyrir á sérstökum kennsluvef þar sem nemendur og kennarar geta nálgast fræðslurit, myndbönd og verkefni sem fjalla um mengun sjávar. Efninu verður skipt upp…

Vöktun við urðunarstað við Hólmavík

Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á…

Græn stefnumótun Norðurorku

Environice hefur aðstoðað Norðurorku við græna stefnumótun fyrir fyrirtækið og innra umhverfisstarf. Norðurorka er eitt 104 fyrirtækja sem undirrituðu loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar og skuldbatt sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgangsmagn og miðla þeim árangri sem næst í umhverfismálum. Environice hefur m.a. aðstoðað Norðurorku við gerð matskerfis fyrir verkefnahugmyndir, veitt ráðgjöf við…

Fréttir

Fréttir frá 2020.is