UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið er staðsett í Borgarnesi með útstöðvar í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Þar starfa nú þrír sérfræðingar sem veitar ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk starfsmannanna er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Kolefnisspor sauðfjárræktar

Environice vinnur nú með Landssamtökum sauðfjárbænda að því að reikna kolefnisspor sauðfjárræktarinnar í landinu. Verkefnið er liður í að ná markmiði samtakanna um að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnishlutlaus árið 2027. Hlutverk Environice í þessari samvinnu er að greina þau tækifæri sem sauðfjárbú hafa til að draga úr nettólosun, hvort sem það verður gert með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis,…

Staða úrgangsmála á Suðurlandi

Environice vinnur að greiningu á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi og gerð tillagna um fyrirkomulag málaflokksins í landshlutanum á næstu árum. Verkið felur m.a. í sér öflun upplýsinga um núverandi stöðu mála og kortlagningu á uppruna og afdrifum úrgangs, bæði út frá fyrirliggjandi gögnum og með nánari athugunum. Þá verða kannaðir möguleikar á mismunandi úrvinnsluleiðum fyrir einstaka úrgangsflokka, lagt…

Losunarheimildir Loðnuvinnslunnar

Birna S. Hallsdóttir hjá Environice hefur aðstoðað Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði við útreikninga og skýrsluhald í tengslum við þátttöku fyrirtækisins í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading System (ETS)). Loðnuvinnslan er eitt fárra fyrirtækja á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfið og þarf að afla sér losunarheimilda innan þess. Minnkandi hluta þessara heimilda er úthlutað án endurgjalds og…

Fréttir

Fréttir frá 2020.is