Verkefnið Hnattræn skrítnun (e. Global Weirding) var unnið af Environice í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Mystery Iceland. Verkefnið miðaði að því að auka skilning ungs fólks á Norðurlöndunum á loftslagsbreytingum í aðdraganda COP-fundarins í Perú 2014. Verkefnið samanstóð af 10 myndbrotum þar sem 10 grínistar af öllum Norðurlöndunum (2 frá hverju landi) gerðu „grín að“ loftslagsbreytingum. Myndböndunum var ætlað að vekja athygli og hvetja fólk til að kynna sér málið. Annar hluti verkefnisins var unninn af Cicero, norsku ráðgjafafyrirtæki, en þau framleiddu heimasíðuna http://www.globalweirding.is/here þar sem loftslagsbreytingum í heiminum til ársins 2100 er miðlað á skapandi hátt. Myndbrotin voru þýdd á öll tungumál norrænu ráðherranefndarinnar og er því hægt að finna íslenska undirmálstexta fyrir öll myndböndin.

Viðskiptavinur: Norræna ráðherranefndin: Vinnuhópur um loftslagsmál (KoL).

Áætlaður tímarammi: Verkefnið var unnið í mars – nóvember 2014 og lauk með útgáfu myndbandanna.

Tengd útgáfa: