Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma vinnu við efnagreiningar og ráðleggja um aðferðir til að koma skilaboðum um uppruna vörunnar á framfæri. Þess má geta að Stefán aðstoðaði Vottunarstofuna Tún á sínum tíma við þróun staðals fyrir sjálfbærar náttúrunytjar kalkþörunga.

Íslenska kalkþörungafélagið hyggst sækja um lífræna vottun fyrir framleiðslu sína og hefur Environice verið félaginu og móðurfélagi þess innan handar við undirbúning umsóknarinnar.

Viðskiptavinur: Marigot á Írlandi

Tímarammi: Unnið eftir þörfum. Fyrstu verkin voru unnin á útmánuðum 2014, en vinnan var enn í gangi í júní 2021.

Tengd útgáfa: Engin