Sementsverksmiðja var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Helstu hráefnin í sementsframleiðslunni voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr námum í Hvalfirði. Líparítnámurnar í Hvalfirði eru í raun þrjár en umhverfismatið náði eingöngu til einnar þeirra, þ.e. námu 3. Hún er staðsett í austanverðu Miðsandsárgili (í Litlasandslandi) í Hvalfjarðarsveit. Grjót var numið úr námu 3 í u.þ.b. tvo áratugi. Vinnsla í námunni var frá upphafi miðuð við vinnslu í tveimur þrepum og náði umhverfismatið til stækkunar sem fólst í því að hefja vinnslu á neðra þrepinu.

Heildarstærð framkvæmdasvæðisins var um 1,5 ha. Þar af var þáverandi vinnslusvæði námu 3 um 1,1 ha. Vinnanlegt efnismagn var um 600.000 tonn, sem samsvarar um 300.000 m3. Síðustu árin var vinnslan um 25.000 tonn á ári. Miðað við það er um að ræða forða sem endast myndi í 20-25 ár. Aðgangur að kísilríku hráefni til framleiðslunnar var ein helsta forsenda áframhaldandi rekstrar sementsverksmiðjunnar. Náman í Miðsandsárgili uppfyllti vel þessa þörf. Vinnsla í námunni fór að mestu fram á sumrin. Efnið var malað þar áður en það var flutt í verksmiðjuna á Akranesi.

Sementsverksmiðjan á Akranesi hætti starfsemi af markaðslegum ástæðum skömmu eftir að matsvinnunni lauk.

Arnheiður Hjörleifsdóttir hafði yfirumsjón með matsvinnunni f.h. Environice.

Viðskiptavinur: Sementsverksmiðjan Akranesi

Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu endanlegrar matskýrslu í júlí 2010

Tengd útgáfa:

Álit Skipulagsstofnunar (22. júlí 2010)

Endanleg matsskýrsla (júlí 2010)

Frummatsskýrsla (apríl 2010)

Tillaga að matsáætlun (mars 2009)

Drög að tillögu að matsáætlun (febrúar 2009)