Environice vann að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum söfnunaraðilum á Norðurlöndunum, m.a. hjá H&M í Noregi.

Vottunarkerfið verður valkvætt og er ætlað þeim aðilum á Norðurlöndunum sem fást við söfnun og flokkun á notuðum textílvörum. IVL Svenska Miljöinstitutet leiddi verkefnið en það var unnið fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um úrgangsmál (Nordiska avfallsgruppen (NAG)). Auk IVL og Environice tóku ráðgjafarstofurnar Copenhagen Resource Institute (CRI) í Danmörku og Østfoldforskning í Noregi þátt í verkefninu. Kerfið er hluti af verkefninu „Nordic textile reuse and recycling commitment“ sem aftur er hluti af verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt. Hægt er fylgjast með innleiðingu vottunarkerfisins á sérstakri heimasíðu verkefnisins,http://www.textilecommitment.org.

Viðskiptavinur: IVL / Nordiska avfallsgruppen

Tímarammi: 2015-2017

Tengd útgáfa:
The Nordic textile reuse and recycling commitment – a certification system for used textiles and textile waste
Sjá einnig http://www.textilecommitment.org