Environice vinnur að greiningu á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi og gerð tillagna um fyrirkomulag málaflokksins í landshlutanum á næstu árum. Verkið felur m.a. í sér öflun upplýsinga um núverandi stöðu mála og kortlagningu á uppruna og afdrifum úrgangs, bæði út frá fyrirliggjandi gögnum og með nánari athugunum. Þá verða kannaðir möguleikar á mismunandi úrvinnsluleiðum fyrir einstaka úrgangsflokka, lagt lauslegt mat á þessa möguleika út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum og settar fram tillögur um fýsilegar leiðir.

Verkið er unnið samkvæmt samningi Environice við Sorpstöð Suðurlands bs. og tekur til alls starfssvæðis sorpstöðvarinnar frá Hellisheiði austur að Markarfljóti.

Verkið hófst í október 2016. Áfangaskýrslu með yfirliti yfir núverandi stöðu var skilað í mars 2017. Unnið er að greiningu valkosta í meðhöndlun einstakra úrgangsflokka. Lokaskýrslu verður skilað haustið 2017.

Viðskiptavinur: Sorpstöð Suðurlands bs.

Áætlaður tímarammi: Október 2016 – október 2017

Tengd útgáfa: Staða úrgangsmála á Suðurlandi 2016 (Áfangaskýrsla)