Environice vinnur að greiningu á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi og gerð tillagna um fyrirkomulag málaflokksins í landshlutanum á næstu árum. Verkið felur m.a. í sér öflun upplýsinga um núverandi stöðu mála og kortlagningu á uppruna og afdrifum úrgangs, bæði út frá fyrirliggjandi gögnum og með nánari athugunum. Þá verða kannaðir möguleikar á mismunandi úrvinnsluleiðum fyrir einstaka úrgangsflokka, lagt lauslegt mat á þessa möguleika út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum og settar fram tillögur um fýsilegar leiðir.

Fyrsti áfangi verksins var unninn samkvæmt samningi Environice við Sorpstöð Suðurlands bs., dags. 26. september 2016. Áfangaskýrslu með yfirliti yfir stöðu mála var skilað í mars 2017. Fyrsta áfanga lauk síðan með útgáfu lokaskýrslu haustið 2017. Meginniðurstaða lokaskýrslunnar fólst í sameiginlegum tillögum Environice og stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem samþykktar voru á aðalfundi sorpstöðvarinnar 20. október 2017.

Annar áfangi verksins hófst að loknum aðalfundi 2017 í samræmi við nýjan samning um verkið, dags. 14. nóvember. Þessi áfangi felst í frekari útfærslu á samþykktum aðalfundarins og í að hrinda þessum samþykktum í framkvæmd, auk þess sem verkið felur í sér ráðgjöf við aðildarsveitarfélög sorpstöðvarinnar hvað varðar þátt hvers þeirra um sig í eftirfylgninni.

Starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands bs. nær frá Hellisheiði í vestri að Markarfljóti í austri.

Viðskiptavinur: Sorpstöð Suðurlands bs.

Áætlaður tímarammi: Fyrsta áfanga lauk í október 2017. Áætlað er að öðrum áfanga verði lokið 30. júní 2018.

Tengd útgáfa: