Með samningi, dags. 12. október 2015, fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Environice að vinna greinargerð um upprunaábyrgðir raforku. Markmið verkefnisins var að gera úttekt á lagaumhverfi og áhrifum upprunaábyrgða raforku og fjalla á hlutlausan hátt um kosti, galla og helstu álitaefni sem lúta að útgáfu og sölu upprunaábyrgða.

Upprunaábyrgð raforku (guarantee of origin, GO) má lýsa sem opinberri staðfestingu á því að tiltekið magn raforku hafi verið framleitt með orkugjöfum sem skilgreindir hafa verið sem endurnýjanlegir. Upprunaábyrgð er því eins konar hreinleikavottun á raforku. Viðskipti með upprunaábyrgðir byggjast á því að þessi hreinleikavottun geti gengið kaupum og sölum óháð orkunni sem hún tilheyrði upphaflega.

Hrafnhildur Bragadóttir og Birna S. Hallsdóttir unnu greinargerðina og var hún upphaflega afhent ráðuneytinu í desember 2015 í formi skýrslunnar Upprunaábyrgðir í íslensku samhengi.

Viðskiptavinur: Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið (ANR)

Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með skilum skýrslu til ANR í mars 2016

Tengd útgáfa: Upprunaábyrgðir í íslensku samhengi