Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice sér um sýnatökuna, kemur sýnum til greiningar og tekur saman skýrslur um niðurstöðurnar, auk þess að vera Sorpsamlagi Strandasýslu til ráðgjafar um hvaðeina sem varðar umhverfisþætti í tengslum við rekstur urðunarstaðarins.

Viðskiptavinur: Sorpsamlag Strandasýslu

Tímarammi: Árleg sýnataka og mælingar (frá 2014).

Tengd útgáfa: Starfsleyfi og eftirlitsskýrslur