Rekstraraðilar sem falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (EU Emission Trading System (EU ETS)) þurfa að hafa gilt losunarleyfi í samræmi við lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Til að fá losunarleyfi þarf rekstraraðili meðal annars að sýna fram á að hann sé fær um að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöð sinni og gefa um hana skýrslu. Áður en United Silicon gat hafið starfsemi hérlendis þurfti félagið að fá losunarleyfi frá Umhverfisstofnun. Environice kom fyrirtækinu til aðstoðar við að gera vöktunaráætlun fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, þannig að hún uppfylli kröfur evrópska viðskiptakerfisins.

Vöktunaráætlun fyrir losun gróðurhúsalofttegunda tengist ekki vöktun á annarri losun frá starfsemi fyrirtækisins.

Viðskiptavinur: United Silicon hf.

Áætlaður tímarammi: Lokið nóvember 2016

Tengd útgáfa: