Environice aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í viðleitni þeirra til að fá umhverfisvottun fyrir vörur, þjónustu eða landsvæði. Fyrirtækið hefur einnig liðsinnt stjórnvöldum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum við uppbyggingu og viðhald vottunarkerfa og veitt almenningi og smærri fyrirtækjum ráðgjöf um innkaup á umhverfismerktum vörum og þjónustu.

Starfsmenn Environice hafa m.a. aðstoðað Norrænu ráðherranefndina við stefnumótun fyrir Norræna svaninn – og Ferðamálastofu við uppbyggingu og viðhald gæða- og umhverfiskerfisins Vakans. Þá hefur Stefán Gíslason leitt norræn verkefni um vottun áfangastaða ferðamanna og tekið saman skýrslur um þau efni, einn og með öðrum. Einnig hefur Stefán unnið með Vottunarstofunni Túni að þróun staðla fyrir lífræna framleiðslu og aðlögun staðla að regluverki Evrópusambandsins.

Dæmi um verkefni: