Námsefni um mengun sjávar

Verkefnið Mengun sjávar, gerð námsefnis fyrir annars vegar framhaldsskólanema og hins vegar fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla byrjaði sem hugmynd árið 2016 og varð að veruleika um 18 mánuðum síðar. Markmið verkefnisins er að búa til aðgengilegt og fræðandi kennsluefni fyrir skólakrakka, sem vonandi getur einnig nýst áhugasömu fólki á öllum aldri. Verkefnið er…

Vöktun við urðunarstað við Hólmavík

Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á…

Kennsla í Tækniskólanum

Síðustu árin hefur Birna S. Hallsdóttir hjá Environice séð um kennslu í umhverfisfræðum fyrir nemendur í Tækniskóla Íslands, nánar tiltekið nemendur í vélstjórnar- og skipstjórnarnámi. Kennslan fer annars vegar fram í staðnámi og hins vegar í dreifnámi. Í náminu er fengist við ýmis helstu viðfangsefni á sviði umhverfismála, með sérstakri áherslu á málefni hafsins, svo…

Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice vann við skrif og heimildaöflun fyrir Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum fyrir tímabilið 2015-2020. Environice var ráðgefandi við innihald og stefnumótun og vann með aðgerðahóp borgarfulltrúa. Þráðurinn var svo tekinn upp að nýju veturinn 2018-2019. Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg Tímarammi (fyrri hluti): Verkið hófst í apríl 2014 og lauk með samþykkt borgarstjórnar í janúar 2016…

Environice stækkar

Salome Hallfreðsdóttir umhverfisfræðingur hóf störf hjá Environice í byrjun þessarar viku, nánar tiltekið 1. apríl sl. Salome er uppalin á Eskifirði, er grunnskólakennari að mennt, en er einnig með diplómu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og meistaragráðu (MSc) í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Salome hefur unnið sleitulaust að umhverfismálum síðustu 8…

Umhverfismat í Fíflholtum auglýst

Environice vinnur með Sorpurðun Vesturlands hf. að mati á umhverfisáhrifum aukinnar urðunar í á urðunarstað Vestlendinga í Fíflholtum á Mýrum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 14. mars 2019. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Skýrsla Environice um friðlýsingu Drangajökulsvíðerna afhent

Síðastliðinn föstudag afhenti Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice stórn náttúrverndarsamtakanna ÓFEIGAR skýrslu sem Environice hefur tekið saman að beiðni samtakanna um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar Drangajökulsvíðerna á umhverfi og samfélag í Árneshreppi og þar í kring. Meginniðurstaða skýrslunnar er að friðlýsing Drangajökulsvíðerna sé líkleg til að hafa veruleg jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í Árneshreppi. Í…

Kolefnisspor garðyrkjunnar

Haustið 2008 reiknaði Environice kolefnisspor garðyrkju á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Samband garðyrkjubænda. Meginafurð verkefnisins var skýrsla um kolefnisspor íslenskrar garðyrkju með áherslu á þær tegundir sem njóta beingreiðslna skv. gildandi samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. lagt var mat á kolefnisspor hverrar tegundar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru. Skýrslunni…

Umhverfismat stefnumarkandi landsáætlunar

Environice aðstoðaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umhverfismat Stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Matið var unnið í samræmi við ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsáætlunin fjallar um það hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í grennd við ferðamannastaðir, leiðir og svæði. Áætlunin er til tólf ára…

Kolefnisspor garðyrkjunnar reiknað

Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…