Ný bók um eldra fólk og loftslagsmál

Lokaskýrsla verkefnisins um eldra fólk og loftslagsmál var birt á vef Norrænu ráðherranefndarinnar í morgun, en eins og fram hefur komið stýrði Environice verkefninu fyrir hönd umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið var hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2023, hafði yfirskriftina Äldre folk och klimat – Nytta för…

Matvælaráðherra kynnir nýja aðgerðaáætlun

Í morgun kynnti matvælaráðherra og samstarfsfólk hennar í matvælaráðuneytinu nýja aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, en áætlunin er byggð á drögum sem Environice vann fyrir ráðuneytið á síðasta vetri. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og í henni er í fyrsta sinn sett markmið um hlutdeild lífrænnar ræktunar. Stefnt er að því að…

Drykkjarfernuúttekt Environice opinberuð

Úrvinnslusjóður birti í dag úttekt Environice á afdrifum drykkjarferna, en úttektin var unnin fyrir sjóðinn í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum sl. vor þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs á drykkjarfernum væri ekki eins og best væri á kosið og að fernur sem sendar væru til endurvinnslu væru að mestu leyti…

Málstofa um eldra fólk og loftslagsmál

Dagana 27.-28. september nk. verður norræn málstofa um eldra fólk og loftslagsmál haldin í Reykjavík. Málstofan er annar verkhluti af þremur í verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två, sem Environice stýrir skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir…

Ný skýrsla um ráðstöfun dýraleifa

Í vikunni var birt minnisblað Environice um meðhöndlun dýraleifa, sem tekið var saman að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu (sem í reynd er fremur skýrsla en minnisblað) er gefið yfirlit yfir núverandi ráðstöfun dýraleifa á Íslandi, farið yfir gildandi löggjöf um þessi efni, sagt frá helstu áformum…

Svæðisáætlun fyrir Norðurland kynnt

Öll sveitarfélög á Norðurlandi vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér…

Aðgerðaáætlun um lífræna framleiðslu

Í dag undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu. Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í…

Umhverfismati Skorholtsnámu lokið

Þann 18. maí sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna umhverfismatsskýrslu sem Environice vann fyrir BM Vallá vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Þar með er umhverfismatinu formlega lokið, en matið er nauðsynleg forsenda þess að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar geti gefið út framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi vinnslu efnis úr námunni. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin…