Lögreglan á Vesturlandi hlaut á dögunum sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en Kuðungurinn er árleg umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Verðlaunin voru veitt fyrir framsýni og eftirtektarverðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, en á síðasta ári var næstum allur bílafloti lögreglustjóraembættisins rafvæddur. Lögreglan á Vesturlandi er fyrst lögregluembætta í Evrópu til að fara í þessa vegferð og hefur þessi skjóti árangur fengið mikla athygli innanlands sem utan. Orkuskipti bílaflotans voru hluti af umhverfisstarfi lögreglustjóraembættisins undir merkjum verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri. Á síðasta ári lauk embættið við fimmta og síðasta græna skrefið og tók þar með afgerandi forystu í grænu starfi lögreglustjóraembættanna í landinu.

Starfsfólk Environice er þakklátt fyrir að hafa fengið að taka þátt í frumkvöðlastarfi Lögreglunnar á Vesturlandi í umhverfismálum, en árangur embættisins á öllu öðru fremur grunn í miklum metnaði stjórnenda og starfsfólks embættisins.

Nánar er fjallað um veitingu hvatningarverðlaunanna á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.