Landbúnaðarháskóli Íslands hefur ákveðið að taka þátt í verkefni Umhverfisstofnunnar Græn skref en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Environice mun aðstoða Landbúnaðarháskólann í þessu mikilvæga verkefni, auk þess að aðstoða skólann við mótun loftslagsstefnu, en samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér slíka stefnu. Hún skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Environice hlakkar mjög til samstarfsins.