Birna er Reykvíkingur og að öðrum ólöstum helsti sérfræðingur Íslands (og þótt víðar væri leitað) í viðskiptum með losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir. Hún lauk meistaraprófi í umhverfisverkfræði (Dipl.-Ing. Technischer Umweltschutz) frá Tækniháskóla Berlínar (Technische Universität, Berlin) árið 1997. Síðan á hún að baki 14 ára starf á Umhverfisstofnun, þar sem hún gengdi m.a. lykilhlutverki í innleiðingu viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Auk þess hefur hún séð um útstreymisbókhald fyrir loftmengunarefni og vöktun loftgæða svo eitthvað sé nefnt. Allt munu þetta vera mjög spennandi verkefni, en fáir hafa þó treyst sér til að leggja dóm á það nema Birna sjálf. Heyrst hefur að einhverjum þyki þessir útreikningar jafnvel flóknir. Til viðbótar við vinnuna hjá Umhverfisstofnun hefur Birna kennt stundakennslu við Tækniskólann og við verkfræðideild Háskóla Íslands. Birna er þriggja barna móðir sem á það til að glamra aðeins á píanó og gítar. Hún er líka frekar góð í blaki, sem sést kannski á því að hún spilaði með landsliði Íslands í 23 ár, nánar tiltekið á árunum 1986-2009. Birna hóf störf hjá Environice 1. október 2013 og hefur aðsetur á íburðarmikilli skrifstofu fyrirtækisins í Hlíðunum í Reykjavík, (í Reykjavíkurútibúinu).

Menntun:
1986           Stúdentspróf frá MR
1990-1997   Nám í umhverfisverkfræði við Tækniháskóla Berlínar (Technische Unitversität, Berlin). Diplom í umhverfisverkfræði (Dipl.-Ing. Technischer Umweltschutz).                  .
2005-2006   Námskeið og próf til að öðlast réttindi til að taka út útstreymisreikninga annarra þjóða skv. kröfum loftslagssamnings SÞ.
2010-2011   Diplómanám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

Starfsferill:
1986-1989   Ýmis störf, m.a. við sorphreinsun í Reykjavík
1997-1999   VSÓ ráðgjöf – Umhverfissvið
2006           Stundakennsla við verkfræðideild HÍ
1999-2013   Umhverfisstofnun: Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS), útstreymisbókhald fyrir loftmengunarefni og vöktun loftgæða
2013-          Umhverfisverkfræðingur hjá Environice