Kolefnisspor garðyrkjunnar reiknað

Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…

Environice reiknar kolefnisspor Norðurlands vestra

Í dag var undirritaður samningur á milli Environice og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Samkvæmt samningnum felst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á annars vegar…