Tilgangur efnistöku úr Hörgá er ekki eingöngu að vinna jarðefni til sölu, heldur einnig og ekki síður að sporna við landbroti af völdum árinnar með rennslisstýringu og verja þannig landbúnaðarland og mannvirki. Framkvæmd sem þessi fellur í flokk A undir tölulið 2.01 í viðauka 1 við lög nr. 106/2006 um mat á umhverfisáhrifum og er því undantekningarlaust matskyld, þar sem um er að ræða efnistöku þar sem áætlað er að raska 50.000 m² svæði eða stærra eða efnismagn er 150.000 m³ eða meira.

Samið var við Environice um umhverfismat efnistökunnar og var verkið að langmestu leyti í höndum Hrafnhildar Tryggvadóttur. Verkið var sérstakt að því leyti að ekki var um að ræða mat fyrir einn tiltekinn efnistökustað, heldur náði matið til meginþorra árinnar og kallaði á víðtækt samráð og sameiginlega stefnumótun landeigenda á svæðinu.

Viðskiptavinur: Hörgá sf. / Hörgársveit

Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu endanlegrar matsskýrslu í apríl 2015.

Tengd útgáfa:

Álit Skipulagsstofnunar (4. júní 2015)

Endanleg matsskýrsla (apríl 2015)

Frummatsskýrsla (janúar 2015)

Tillaga að matsáætlun (júní 2014)

Drög að tillögu að matsáætlun (maí 2014)