Verkefnið Mengun sjávar, gerð námsefnis fyrir annars vegar framhaldsskólanema og hins vegar fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla byrjaði sem hugmynd árið 2016 og varð að veruleika um 18 mánuðum síðar. Markmið verkefnisins er að búa til aðgengilegt og fræðandi kennsluefni fyrir skólakrakka, sem vonandi getur einnig nýst áhugasömu fólki á öllum aldri. Verkefnið er unnið af Birnu Sigrúnu Hallsdóttur, umhverfisverkfræðingi, og Ævari Þór Benediktssyni, leikara og rithöfundi. Að verkefninu komu einnig Sólveig Ólafsdóttir, sérfræðingur á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar og Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu vatns, hafs og loftslags hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Edda Karólína Ævarsdóttir, myndskreytari, teiknaði skýringarmyndir. Sigurður B. Finnsson, eðlisfræðingur, aðstoðaði við vefhönnun og Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, sá um yfirlestur. Þá aðstoðuðu Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, og Jón Ólafsson, haffræðingur, við að finna myndir. Verkefnið er unnið með styrkjum frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins og Þróunarsjóði námsgagna.

Námsefnið var tilbúið í öllum aðalatriðum í árslok 2017 og er þegar orðið aðgengilegt á síðunni http://himinnoghaf.is/mengunsjavar. Enn (sumar 2018) er unnið að síðustu lagfæringum.

Sumarið 2018 veitti Rannsóknasjóður síldarútvegsins framhaldsstyrk til að vinna sérstakan kafla um umhverfismál norðurslóða og sérefni fyrir Skipstjórnarskólann og Véltækniskólann.

Viðskiptavinur: Styrkt af Rannsóknasjóði síldarútvegsins og Þróunarsjóði námsgagna

Áætlaður tímarammi: Reynsluútgáfa tilbúin í ársbyrjun 2017. Verklok 2018. Unnið er að framhaldsverkefni (sjá ofar).

Tengd útgáfa:
Mengun sjávar – Námsefni
Sjá umfjöllun í Sjávarútvegskálfi Morgunblaðsins 7. apríl 2016