Vorið 2009 kom út Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar. Stefán Gíslason hjá Environice vann efnið í handbókina að frumkvæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og með stuðningi Starfsmenntaráðs. Bókin er skrifuð sem leiðarvísir og uppflettirit fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi, með það að markmiði að nýtast annars vegar sem námsefni á námskeiðum fyrir starfsfólk greinarinnar og hins vegar við stjórnun fyrirtækjanna og kynningu inn á við jafnt sem út á við. Ætlunin var að í framhaldinu nýttist bókin ferðaþjónustufyrirtækjum í öðrum landshlutum, enda innihaldið ekki bundið staðháttum nema að litlu leyti.

Viðskiptavinur: Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Starfsmenntaráð

Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu handókarinnar í maí 2009

Tengd útgáfa: Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar