Haustið 2005 vann Stefán Gíslason hjá Environice efni í bæklinginn „Hreinn ávinningur. Hvaða valkostir eru í boði í umhverfisvottun á Íslandi?“ Bæklingurinn var unninn fyrir Samtök atvinnulífsins, Umhverfisfræðsluráð, Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins. Þarna er að finna yfirlit yfir þær umhverfisvottanir sem íslensk fyrirtæki höfðu aðgang að á þessum tíma og byggjast á óháðri úttekt þriðja aðila.

Viðskiptavinur: Samtök atvinnulífsins

Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu bæklingsins í september 2005

Tengd útgáfa: Hreinn ávinningur – Hvaða valkostir eru í boði í umhverfisvottun á Íslandi?