Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vinnur að gerð loftslagsstefnu sem hluta af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og áhersluverkefnum fyrir árið 2021. Environice hefur tekið að sér að aðstoða við mótun stefnunar og setningu markmiða. Tilgangur verkefnisins er að móta tillögu að hnitmiðaðri og einfaldri loftslagsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig verður tekið saman yfirlit yfir yfirstandandi og fyrirliggjandi verkefni hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum í eigu hins opinbera sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sérstaklega verður rýnt í stærstu þættina í kolefnisspori svæðisins, þ.e. vegasamgöngur og sjóflutninga, og gerð eins konar handbók fyrir sveitarfélögin til nánari útfærslu. Verkið hófst haustið 2021 og er unnið í nánu samráði við tengiliði einstakra sveitarfélaga innan SSH.

Vinnan við gerð loftslagsstefnunnar byggir á útreikningum Environice á kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins 2019.

Viðskiptavinur: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
Áætlaður tímarammi: Ársbyrjun 2022
Tengd útgáfa: