Birna S. Hallsdóttir hjá Environice hefur aðstoðað Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði við útreikninga og skýrsluhald í tengslum við þátttöku fyrirtækisins í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading System (ETS)). Loðnuvinnslan er eitt fárra fyrirtækja á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfið og þarf að afla sér losunarheimilda innan þess. Minnkandi hluta þessara heimilda er úthlutað án endurgjalds og þurfa fyrirtækin sem í hlut eiga að kaupa þær heimildir sem á vantar til að jafna út losun gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi. Þátttöku í viðskiptakerfinu fylgir talsvert utanumhald þar sem sérþekking Birnu á þessu sviði kemur í einkar góðar þarfir.

Viðskiptavinur: Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði

Tímarammi: Árlega eftir þörfum

Tengd útgáfa: