Á árunum 2011-2013 vann Stefán Gíslason að úttekt á möguleikum þess að þróa sérstakt norrænt kerfi til að votta sjálfbærni á áfangastöðum ferðamanna, en með áfangastað er í þessu samhengi oftast átt við samfélag sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn fólst í úttekt á tiltækum vottunarkerfum í heiminum öllum og greiningu á þörfinni fyrir norrænt kerfi. Í því verki naut Stefán aðstoðar Venusar Krantz, en hennar hluti verksins var jafnframt lokaverkefni hennar í umhverfisfræðum við Háskólann í Lundi. Í verkinu var m.a. horft til  reynslu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi af vottun skv. samfélagastaðli EarthCheck. Í síðari áfanganum stóð Environice fyrir málstofu sérfræðinga í Stokkhólmi haustið 2012, þar sem niðurstöður fyrri áfangans voru ræddar og gengið frá tillögum til Norrænu ráðherranefndarinnar um framhaldið.

Meginniðurstaða verkefnanna var að þörf væri á sérstöku vottunarkerfi sem tæki tillit til norrænna aðstæðna og að núverandi kerfi uppfylltu ekki þessa þörf. Norðurlandaráð hefur nú falið Norrænu ráðherranefndinni að vinna áfram að málinu.

Viðskiptavinur: Norræna ráðherranefndin

Áætlaður tímarammi: 2011-2013

Tengd útgáfa: