Árið 2012 samdi Smásamfélagahópur Norrænu ráðherranefndarinnar við Environice um að taka saman góð dæmi frá litlum fyrirtækjum í fámennum byggðum á Norðurlöndunum sem fengið höfðu vottun norræna Svansins fyrir vöru sína eða þjónustu. Úr þessu varð hefti með 18 dæmisögum þar sem fulltrúar jafnmargra fyrirtækja röktu reynslu sína af Svaninum. Tilgangurinn með útgáfunni var að sýna að jafnvel örsmá fyrirtæki gætu haft bolmagn til og gagn af því að verða sér úti um umhverfisvottun. Þrjú íslensk fyrirtæki eiga dæmisögur í ritinu, þ.e.a.s. Hótel Rauðaskriða í Aðaldal, Hótel Eldhestar í Ölfusi og Undri í Reykjanesbæ.

Dæmisögurnar voru upphaflega skrifaðar á sænsku en voru síðar þýddar á önnur Norðurlandamál, þ.á.m. íslensku.

Viðskiptavinur: Norræna ráðherranefndin (HKP-gruppen / Småsamfundsgruppen)

Áætlaður tímarammi: Verkið var unnið árið 2012

Tengd útgáfa: