Environice hefur veitt Ferðamálastofu margvíslega ráðgjöf við uppbyggingu og rekstur gæða- og umhverfiskerfisins Vakans. Ráðgjöfin hefur m.a. falist í aðstoð við úrlausn vafamála sem upp hafa komið í umhverfishlutanum og ráðleggingum um áframhaldandi þróun kerfisins og hugsanlega aðlögun þess að viðmiðum Alþjóða ferðamálaráðsins GSTC. Helsta áherslan 2017-2018 er uppfærsla á viðmiðum Vakans og áframhaldandi vinna við aðlögun að kröfum GSTC.

Viðskiptavinur: Ferðamálastofa

Áætlaður tímarammi: Eftir þörfum

Tengd útgáfa: Umhverfiskerfi Vakans