Environice vinnur nú með Landssamtökum sauðfjárbænda að því að reikna kolefnisspor sauðfjárræktarinnar í landinu. Verkefnið er liður í að ná markmiði samtakanna um að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnishlutlaus árið 2027. Hlutverk Environice í þessari samvinnu er að greina þau tækifæri sem sauðfjárbú hafa til að draga úr nettólosun, hvort sem það verður gert með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis, eldsneytisskiptum eða á annan hátt. Verkið felst m.a. í að þróa líkan sem gerir það mögulegt að reikna kolefnisspor einstakra rekstrarþátta á tilteknu sauðfjárbúi og birta heildarlosun búsins á einfaldan hátt.

Viðskiptavinur: Landssamtök sauðfjárbænda

Áætlaður tímarammi: Ársbyrjun – haust 2017

Tengd útgáfa: