Hlutverk UMÍS ehf. Environice

Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., eða UMÍS ehf. Environice, er ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar sem veitir alhliða ráðgjöf um þessi málefni til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.

Hlutverk Environice er að aðstoða viðskiptavini sína í viðleitni þeirra til auka þekkingu sína og bæta eigin frammistöðu í umhverfismálum. Þannig stuðla þessir aðilar sameiginlega að betri framtíð!

Environice……………..

  • er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar
  • byggir alla sína starfsemi á heildarhyggju og þverfaglegri nálgun
  • veitir faglega en samt persónulega þjónustu
  • er nærandi og hvetjandi vinnustaður þar sem starfsfólk tekur virkan þátt í daglegum ákvörðunum og umræðu
  • hefur valið sér einkunnarorðin: Umhyggja – vinsemd – virðing

Umhverfisstefna UMÍS ehf. Environice

  • UMÍS ehf. Environice er umhverfisráðgjafarfyrirtæki sem starfar í nánum tengslum við íslenska náttúru, hefur hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í öllum sínum verkum og er í fararbroddi meðal íslenskra fyrirtækja hvað þetta varðar.
  • UMÍS ehf. Environice leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og stöðugar úrbætur í umhverfisstarfi.
  • UMÍS ehf. Environice leitast við að nota endurnýjanlegar auðlindir og náttúruleg efni í starfsemi sinni og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup.
  • Öll starfsemi UMÍS ehf. Environice er í samræmi við texta og tilgang laga, reglugerða, samninga og annarra samþykkta um verndun umhverfis og samfélags.
  • Umhverfisstefna UMÍS ehf. Environice er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi. Umhverfisstefnan er endurskoðuð reglulega.