Hlutverk UMÍS ehf. Environice

Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., eða UMÍS ehf. Environice, er ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar sem veitir alhliða ráðgjöf um þessi málefni til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.

Hlutverk Environice er að aðstoða viðskiptavini sína í viðleitni þeirra til auka þekkingu sína og bæta eigin frammistöðu í umhverfismálum. Þannig stuðla þessir aðilar sameiginlega að betri framtíð!

Environice……………..

  • er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar
  • byggir alla sína starfsemi á heildarhyggju og þverfaglegri nálgun
  • veitir faglega en samt persónulega þjónustu
  • er nærandi og hvetjandi vinnustaður þar sem starfsfólk tekur virkan þátt í daglegum ákvörðunum og umræðu
  • hefur valið sér einkunnarorðin: Umhyggja – vinsemd – virðing

Umhverfisstefna UMÍS ehf. Environice

  • UMÍS ehf. Environice er umhverfisráðgjafarfyrirtæki sem starfar í nánum tengslum við íslenska náttúru, hefur hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í öllum sínum verkum og er í fararbroddi meðal íslenskra fyrirtækja hvað þetta varðar.
  • UMÍS ehf. Environice leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og stöðugar úrbætur í umhverfisstarfi.
  • UMÍS ehf. Environice leitast við að nota endurnýjanlegar auðlindir og náttúruleg efni í starfsemi sinni og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup.
  • Öll starfsemi UMÍS ehf. Environice er í samræmi við texta og tilgang laga, reglugerða, samninga og annarra samþykkta um verndun umhverfis og samfélags.
  • Umhverfisstefna UMÍS ehf. Environice er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi. Umhverfisstefnan er endurskoðuð reglulega.
Stefán Gíslason

Stofnandi og eigandi

Salome Hallfreðsdóttir

Umhverfisfræðingur

Hrafnhildur Bragadóttir

Umhverfislögfræðingur

Birna Sigrún Hallsdóttir

Umhverfisverkfræðingur