Ný bók um eldra fólk og loftslagsmál

Lokaskýrsla verkefnisins um eldra fólk og loftslagsmál var birt á vef Norrænu ráðherranefndarinnar í morgun, en eins og fram hefur komið stýrði Environice verkefninu fyrir hönd umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið var hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2023, hafði yfirskriftina Äldre folk och klimat – Nytta för…

Ótrúlegur árangur Lögreglunnar á Vesturlandi

Með markvissum aðgerðum hefur embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi tekist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi embættisins um allt að 50% á innan við tveimur árum – og gert er ráð fyrir að á árinu 2024 verði búið að ná um 75% samdrætti frá því sem var árið 2020. Fá eða engin dæmi munu vera um…

Matvælaráðherra kynnir nýja aðgerðaáætlun

Í morgun kynnti matvælaráðherra og samstarfsfólk hennar í matvælaráðuneytinu nýja aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, en áætlunin er byggð á drögum sem Environice vann fyrir ráðuneytið á síðasta vetri. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og í henni er í fyrsta sinn sett markmið um hlutdeild lífrænnar ræktunar. Stefnt er að því að…

Drykkjarfernuúttekt Environice opinberuð

Úrvinnslusjóður birti í dag úttekt Environice á afdrifum drykkjarferna, en úttektin var unnin fyrir sjóðinn í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum sl. vor þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs á drykkjarfernum væri ekki eins og best væri á kosið og að fernur sem sendar væru til endurvinnslu væru að mestu leyti…

Málstofa um eldra fólk og loftslagsmál

Dagana 27.-28. september nk. verður norræn málstofa um eldra fólk og loftslagsmál haldin í Reykjavík. Málstofan er annar verkhluti af þremur í verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två, sem Environice stýrir skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir…

Ný skýrsla um ráðstöfun dýraleifa

Í vikunni var birt minnisblað Environice um meðhöndlun dýraleifa, sem tekið var saman að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu (sem í reynd er fremur skýrsla en minnisblað) er gefið yfirlit yfir núverandi ráðstöfun dýraleifa á Íslandi, farið yfir gildandi löggjöf um þessi efni, sagt frá helstu áformum…

Svæðisáætlun fyrir Norðurland kynnt

Öll sveitarfélög á Norðurlandi vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér…

Aðgerðaáætlun um lífræna framleiðslu

Í dag undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu. Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í…

Umhverfismati Skorholtsnámu lokið

Þann 18. maí sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna umhverfismatsskýrslu sem Environice vann fyrir BM Vallá vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Þar með er umhverfismatinu formlega lokið, en matið er nauðsynleg forsenda þess að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar geti gefið út framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi vinnslu efnis úr námunni. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin…

Kynning umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku í landi Skorholts

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit, en vinna við matið hefur staðið yfir síðustu tvö árin. Umhverfismatsskýrsla vegna áframhaldandi efnistöku liggur nú frammi og getur hver sem er sent inn skriflega umsögn um hana til 12. apríl 2022. Efnistaka hófst í landi Skorholts árið 1954 og nú áformar…

Áramótakveðja Environice

Kæru vinir Á þessum síðasta degi ársins óskum við ykkur gleðilegs nýs árs, farsældar, góðrar heilsu og hamingju.Árið 2021 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Environice, við fengum að taka þátt í mörgum ótrúlega spennandi verkefnum, færðum höfuðstöðvar okkar í sveitasæluna á Hvanneyri og svo bættist einn starfsmaður í hópinn í haust. Umhverfisvitund fyrirtækja á…

Nýtt verkefni um þjónustu í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í…

Umhverfisvinna lögreglunnar á Vesturlandi hefst

Á dögunum var undirritaður samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri, sbr. tilmæli stjórnvalda og ákvæða í 5. gr. c. Í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Environice mun því vinna náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll ofangreind atriði. Um gríðarstórt verkefni er að…

Mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall lokið

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra, en vinna við matið hefur staðið yfir síðusta eitt og hálft ár. Áætluð efnistaka um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum  nr. 106/2000 með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka…

LBHÍ tekur þátt í Grænum skrefum og setur sér loftslagsstefnu

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur ákveðið að taka þátt í verkefni Umhverfisstofnunnar Græn skref en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Environice mun aðstoða Landbúnaðarháskólann í þessu mikilvæga verkefni, auk þess að aðstoða skólann við mótun loftslagsstefnu, en samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum…

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga opnuð

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga var opnuð í dag. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði umsjón með gerð verkfærakistunnar, sem var unnin fyrir styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og í samráði við Umhverfisstofnun sem mun sjá um reksturinn. Environice annaðist verkefnisstjórn samkvæmt samningi við sambandið, sá um textagerð að miklu leyti, hannaði losunarreikni og réð verktaka til að sjá…

Inga Lóa gengin til liðs við Environice

Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, eða Inga Lóa, hóf störf hjá Environice í vikunni. Inga Lóa er alin upp í Borgarfirði og útskrifaðist í vor með BSc-gráðu í Náttúru og Umhverfisfræði (B.Sc.) frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Inga Lóa mun sinna fjölbreyttum verkefnum á nýja vinnustaðnum, m.a. hafa yfirsýn yfir framkvæmdir sem þurfa að fara í mat á…

Ný upplýsingasíða um loftslagsmál

Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.  Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.  Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald,…

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku í Skorholti

Environice vinnur með B.M. Vallá ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Áætluð efnistaka er um 2,5 milljónir rúmmetra og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun vegna…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun…

Tillaga að matsáætlun fyrir hræbrennsluofn á Strönd

Environice vinnur með Sorpsamlagi Rangárvallasýslu bs. að mati á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýraleifar á urðunarstað samlagsins á Strönd á Rangárvöllum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 21. febrúar 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Environice stækkar

Salome Hallfreðsdóttir umhverfisfræðingur hóf störf hjá Environice í byrjun þessarar viku, nánar tiltekið 1. apríl sl. Salome er uppalin á Eskifirði, er grunnskólakennari að mennt, en er einnig með diplómu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og meistaragráðu (MSc) í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Salome hefur unnið sleitulaust að umhverfismálum síðustu 8…

Umhverfismat í Fíflholtum auglýst

Environice vinnur með Sorpurðun Vesturlands hf. að mati á umhverfisáhrifum aukinnar urðunar í á urðunarstað Vestlendinga í Fíflholtum á Mýrum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 14. mars 2019. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Skýrsla Environice um friðlýsingu Drangajökulsvíðerna afhent

Síðastliðinn föstudag afhenti Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice stórn náttúrverndarsamtakanna ÓFEIGAR skýrslu sem Environice hefur tekið saman að beiðni samtakanna um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar Drangajökulsvíðerna á umhverfi og samfélag í Árneshreppi og þar í kring. Meginniðurstaða skýrslunnar er að friðlýsing Drangajökulsvíðerna sé líkleg til að hafa veruleg jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í Árneshreppi. Í…

Kolefnisspor garðyrkjunnar reiknað

Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…

Sjálfbærnimarkmið SÞ til umræðu í Ystad

í dag hélt Stefán Gíslason erindi um innleiðingu Sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu í Ystad í Svíþjóð. Ráðstefnan er hluti af norrænu verkefni undir yfirskriftinni Attractive Nordic towns and regions, en þetta er verkefni sem norsk stjórnvöld hleyptu af stokkunum á árinu 2017 þegar Norðmenn gengdu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Alls taka 16 norræn sveitarfélög…

Environice reiknar kolefnisspor Norðurlands vestra

Í dag var undirritaður samningur á milli Environice og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Samkvæmt samningnum felst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á annars vegar…

Fundað um úrgangsmál á Vestfjörðum

Framtíð úrgangsmála var til umræðu í fundaferð Stefáns Gíslasonar um norðanverða Vestfirði í gær, mánudag, en fundirnir voru skipulagðir af Vestfjarðastofu. Á fundi í Bolungarvík með sveitarstjórnarmönnum frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað var rætt um hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á svæðinu og farið yfir helstu tækifæri og ógnir sem fylgja slíku verkefni. Eftir það var fundað…

Loftslagsmál rædd á Skipulagsdegi

Stefán Gíslason fjallaði um loftslagsmál í skipulagsáætlunum í erindi sínu á hinum árlega Skipulagsdegi sem Skipulagsstofnun stóð fyrir í Gamla bíói í gær í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn var að þessu sinni að mestu helgaður fyrirhugaðri endurskoðun á landsskipulagsstefnu, en samkvæmt tilmælum núverandi umhverfisráðherra verður bætt í stefnuna sérstökum áherslum varðandi loftslagsmál, landslag…

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Í síðustu viku kynnti umhverfis- og auðlindaráðuneytið nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Áætlunin er unnin af sérstakri verkefnisstjórn, en Environice veitti faglega ráðgjöf við verkið. Ráðist var í gerð áætlunarinnar á síðasta vetri í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að…

HM í fótbolta kolefnisjafnað að tillögu Environice

Eins og flestir vita tekur karlalandslið Íslands þessa dagana þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hitt vita e.t.v. færri að áður en lagt var af stað var gengið frá samningum um kolefnisjöfnun á ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice átti hugmyndina að þessu og kolefnisjöfnunin var formlega staðfest á Bessastöðum 6. júní…

Rætt um sjálfbæra ferðaþjónustu á málþingi í Færeyjum

Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi Fróðskaparseturs Færeyja (Háskóla Færeyja) sem haldið var í Þórshöfn 24. maí sl. Pallborðið hafði yfirskriftina „CERTIFICATION AND PROTECTION OF NATURE“ og var stýrt af Óluvu Zachariasen, sjónvarpskonu hjá Kringvarpi Færeyja. Í umræðunum gerði Stefán grein fyrir vinnu Environice við þróun sjálfbærnivottunar fyrir áfangastaði ferðamanna, svo og…

800. umhverfismolinn á 2020.is

Í dag birtist 800. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni 2020.is, sem Environice hefur haldið úti frá því í ágúst 2012. Vefsíðan hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál, þar sem fylgt er þeirri meginreglu að hvert innlegg sé ekki meira en 15 línur sem fela í sér útdrátt úr nýrri eða nýlegri umhverfisfrétt, sem ekki hefur birst…

Umhverfisskýrsla landsáætlunar um innviði til umsagnar

Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu. Drög að landsáætluninni og…

Ný skýrsla um vottaða söfnun fatnaðar til endurvinnslu

Á dögunum kom út ný norræn skýrsla um vottun fyrir söfnun á notuðum textílvörum, en Environice hefur unnið að því síðustu mánuði ásamt þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun slíks varnings til endurvinnslu og annarrar endurnýtingar. Þörfin fyrir vottun af þessu tagi stafar m.a. af því að víða erlendis safna einkaaðilar notuðum…

Nýr bæklingur um lífhagkerfið

Lífhagkerfið er útskýrt á aðgengilegan hátt í bæklingi sem kom út í vikunni og var lagður fram á ráðstefnunni „Úrgangur í dag – auðlind á morgun“ sem haldin var í Reykjavík á miðvikudag. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefa bæklinginn út, en Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice tóku saman efnið í bæklinginn og skrifuðu…

NordBio-skýrslan komin út

Norræna ráðherranefndin gaf á dögunum út lokaskýrslu Norræna lífhagkerfisverkefnisins (NordBio) sem hrint var af stokkunum á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice ritstýrðu skýrslunni og bjuggu hana til prentunar, en Environice aðstoðaði einnig við undirbúning og stjórnun lokaráðstefnu NordBio-verkefnisins sem haldin var í Hörpu í byrjun október 2016.…

Menningarstefna Vesturlands komin út á prenti

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa gefið út Menningarstefnu Vesturlands, sem unnin var á vordögum 2016. Birgitta Stefánsdóttir og Stefán Gíslason hjá Environice aðstoðuðu við gerð stefnunnar, en hlutverk þeirra fólst einkum í undirbúningi íbúafunda, fundarstjórn og úrvinnslu í samstarfi við sérstakan ráðgjafarhóp sem SSV skipaði til verksins. Menningarstefnu Vesturlands er ætlað að mynda grunn fyrir…

600 umhverfisfróðleiksmolar á 2020.is

Þann 1. desember birtist 600. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni http://2020.is, sem Environice opnaði í lok ágúst 2012. Vefsíðan hefur þann megintilgang að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann…

Nýtt vottunarkerfi á að tvöfalda söfnun á notuðum textílvörum

Norðurlandabúar nota sífellt meira af fötum og öðrum textílvörum og meirihlutinn af þessum varningi endar í ruslinu af notkun lokinni. Environice vinnur nú að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum…

Hnattræn skrítnun – hvað er svona fyndið við loftslagsbreytingar?

Environice vann á síðasta ári verkefni í samstarfi við Loftslagshóps Norrænu Ráðherranefndarinnar undir nafninu “Global Weirding” eða hnattræn skrítnun. Verkefnið miðar að því að auka áhuga ungs fólks á Norðurlöndum á afleiðingum loftslagsbreytinga. Verkefnið var í tveimur hlutum, annars vegar voru gerð stutt myndbönd með grínistum frá öllum Norðurlöndunum sem unnin voru af Environice og…

Mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr Hörgá lokið

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Hörgá, en vinna við matið hefur staðið yfir tvö síðustu ár. Verkefnið markar ákveðin tímamót, þar sem þetta mun í fyrsta skipti hérlendis sem unnið er sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr svo löngum árfarvegi og í landi svo margra jarða. Efnistaka úr árfarvegi hefur jafnan áhrif bæði fyrir…

Óskað eftir umsóknum um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um drög að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík. Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice var einn af starsmönnum vinnuhóps Reykjavíkurborgar um áætlunina. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015 – 2020 og eru markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu.Umsóknum skal skilað inn fyrir 3.júlí í gegnum heimasíðu borgarinnar.…