UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið er staðsett á Hvanneyri og þar starfa nú tveir sérfræðingar sem veita ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk starfsmannanna er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Older people and the climate

Iceland held the chairmanship of the Nordic Council of Ministers 2023, and on that occasion, the Ministry of the Environment, Energy, and Climate, in co-operation with the Ministry of Social Affairs and Labor Market, initiated a Nordic project with the main goal of mapping and strengthening the work of older people in the Nordic countries…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Í nóvember 2023 var gengið frá samningi milli Environice og Fjórðungssambands Vestfirðinga um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Verkefnið byggir á samþykkt Fjórðungsþings haustið 2022 þess efnis að öll níu sveitarfélögin í fjórðungnum hyggist vinna sameiginlega að áætlunargerðinni. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í…

Umhverfisstarf Lögreglunnar á Vesturlandi

Environice hefur aðstoðað embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi við umbætur í umhverfisstarfi embættisins. Embættið vill vera í fararbroddi í umhverfismálum og hefur sett saman öflugt umhverfisteymi starfsfólks á öllum sex starfsstöðvum embættisins. Innleiðing grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu hafa verið meginstefin í samstarfi Environice og Lögreglunnar. Græn skref er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr…

Fréttir

Ný bók um eldra fólk og loftslagsmál

Lokaskýrsla verkefnisins um eldra fólk og loftslagsmál var birt á vef Norrænu ráðherranefndarinnar í morgun, en eins og fram hefur komið stýrði Environice verkefninu fyrir hönd umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið var hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2023, hafði yfirskriftina Äldre folk och klimat – Nytta för…

Ótrúlegur árangur Lögreglunnar á Vesturlandi

Með markvissum aðgerðum hefur embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi tekist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi embættisins um allt að 50% á innan við tveimur árum – og gert er ráð fyrir að á árinu 2024 verði búið að ná um 75% samdrætti frá því sem var árið 2020. Fá eða engin dæmi munu vera um…

Matvælaráðherra kynnir nýja aðgerðaáætlun

Í morgun kynnti matvælaráðherra og samstarfsfólk hennar í matvælaráðuneytinu nýja aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, en áætlunin er byggð á drögum sem Environice vann fyrir ráðuneytið á síðasta vetri. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og í henni er í fyrsta sinn sett markmið um hlutdeild lífrænnar ræktunar. Stefnt er að því að…

Fréttir frá 2020.is