UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið er staðsett á Hvanneyri og þar starfa nú tveir sérfræðingar sem veita ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk starfsmannanna er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2022-2024. Tilgangurinn með verkefninu er að draga verulega úr því magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…

Äldre folk och klimat

Environice stýrir verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, en verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styður einni við framkvæmd verkefnisins, auk þess sem Háskóli þriðja aldursskeiðsins (U3A) kom að undirbúningi þess. Verkefnið gengur út á að efla samstarf…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Environice aðstoðar sveitarfélög á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri, við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Áætlunargerðin er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn…

Fréttir

Málstofa um eldra fólk og loftslagsmál

Dagana 27.-28. september nk. verður norræn málstofa um eldra fólk og loftslagsmál haldin í Reykjavík. Málstofan er annar verkhluti af þremur í verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två, sem Environice stýrir skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir…

Ný skýrsla um ráðstöfun dýraleifa

Í vikunni var birt minnisblað Environice um meðhöndlun dýraleifa, sem tekið var saman að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu (sem í reynd er fremur skýrsla en minnisblað) er gefið yfirlit yfir núverandi ráðstöfun dýraleifa á Íslandi, farið yfir gildandi löggjöf um þessi efni, sagt frá helstu áformum…

Svæðisáætlun fyrir Norðurland kynnt

Öll sveitarfélög á Norðurlandi vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér…

Fréttir frá 2020.is