Uppi eru áform um að koma upp sorporkustöð með orkuvinnslu (sorporkuveri) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra. Stöðin verður sett upp í samvinnu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. (hér eftir nefnd SOR) og fleiri aðila í samræmi við samstarfssamning sem gerður verður. Uppsett afl stöðvarinnar verður 1MW til að byrja með og er áætlað að orkan verði framleidd með brennslu á allt að 2.500-3.000 tonnum af blönduðum úrgangi á ári miðað við að brennslugildi úrgangsins sé 11 til 12 MJ/kg að jafnaði. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi stöðvarinnar taki til starfa í mars 2027 og að orkuframleiðsla þess áfanga jafngildi 8.000 MWh af heitu vatni á ári. Veitur, sem reka hitaveitu á svæðinu, hafa lýst áhuga á kaupum á orkunni og hyggjast nota hana til að hækka hitastig jarðhitavatns og bæta þannig nýtingu takmarkaðra jarðhitaauðlinda á svæðinu.
Environice hefur aðstoðað Sorpstöð Rangárvallasýslu við umhverfismat sorporkustöðvarinnar. Matsáætlun lá frammi til kynningar sumarið 2025 og gert er ráð fyrir að drög að umhverfimatsskýrslu liggi fyrir seint á árinu. Þegar þar að kemur mun skýrslan verða birt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og gefst almenningi þá kostur á að kynna sér efni hennar og koma með athugasemdir innan lögbundins sex vikna frests sem Skipulagsstofnun tilgreinir.
Verkkaupi: Sorpstöð Rangárvallsýslu bs.
Tímarammi: Febrúar 2025 – febrúar 2026
Tengd útgáfa:


