Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið 2020 og frummatsskýrsla var lögð fram á dögunum. Skipulagsstofnun hefur auglýst skýrsluna og óskað eftir athugasemdum. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Frummatsskýrsluna má finna hér að neðan, en hún liggur einnig frammi á skrifstofu Rangárþings eystra, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall