Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, eða Inga Lóa, hóf störf hjá Environice í vikunni. Inga Lóa er alin upp í Borgarfirði og útskrifaðist í vor með BSc-gráðu í Náttúru og Umhverfisfræði (B.Sc.) frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Inga Lóa mun sinna fjölbreyttum verkefnum á nýja vinnustaðnum, m.a. hafa yfirsýn yfir framkvæmdir sem þurfa að fara í mat á umhverfisáhrifum, sinna ráðgjöf um umhverfis- og loftslagsmál sveitarfélaga, ráðgjöf í grænum skrefum og loftslagsstefnu stofnana, auk þess að sjá um heimasíðu og samfélagsmiðla Environice.

Environice fagnar þessum liðstyrk og hlakkar til að geta boðið upp á fjölbreytta ráðgjöf í framtíðinni, m.a. í baráttunni við loftslagsvána.