Árið 2011 vann Stefán Gíslason með nefnd Alþingis um eflingu græns hagkerfis. Hlutverk Stefáns var að ritstýra skýrslu nefndarinnar og leggja til sérfræðiþekkingu við mótun tillagna. Formaður nefndarinnar var Skúli Helgason, alþingismaður.

Alþingi skipaði nefnd um eflingu græns hagkerfis í september 2010. Nefndin hófst þegar handa og vorið 2011 var samið við Environice um faglega ráðgjöf í starfi nefndarinnar. Skýrsla nefndarinnar lá fyrir í handriti í árslok 2011 og var gefin út snemma árs 2012. Á grundvelli skýrslunnar var tillaga til þingsályktunar um eflingu græns hagkerfis lögð fyrir Alþingi og samþykkt einróma sem þingsályktun 20. mars 2012. Þingsályktunin fól m.a. í sér 50 aðgerðir sem Alþingi fól forsætisráðuneytinu að vinna að.

Þess má geta að eftir að vinnu við skýrsluna um græna hagkerfið tók Stefán þátt í norrænni samantekt um græna tækni á Norðurlöndunum. Afraksturinn birtist í skýrslunni Miljøeffektiv teknologi eller miljøteknologi i de nordiske lande: En undersøgelse af de nordiske landes aktiviteter på området i årene 2004-2011. Aðalhöfundur skýrslunnar var Karsten Skov.

Viðskiptavinur: Alþingi

Áætlaður tímarammi: Apríl 2011 til ársloka

Tengd útgáfa: Efling græns hagkerfis á Íslandi