Environice vinnur að útreikningum á kolefnisspori laxeldis á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Landssamband fiskeldisstöðva, en verkefnið er að stórum hluta fjármagnað með styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis.

Markmið verkefnisins er að reikna kolefnisspor laxeldis á Íslandi með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum og að til verði notendavænt reiknilíkan sem gerir einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor sitt og ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum. Verkefninu er ætlað að auðvelda fyrirtækjum í laxeldi að gera faglega grein fyrir áhrifum starfseminnar á umhverfið.

Auk útreiknings á kolefnisspori laxeldisins felur verkefnið í sér að lögð verði drög að aðgerðaáætlun sem miðar að því að minnka kolefnisspor laxeldis á Íslandi enn frekar.

Viðskiptavinur: Landssamband fiskeldisstöðva

Áætlaður tímarammi: Áætluð verklok haustið 2018

Tengd útgáfa: