Árið 2017 aðstoðaði Environice Landssamtök sauðfjárbænda við útreikning á kolefnisspori sauðfjárræktarinnar í landinu. Verkefnið var liður í að ná markmiði samtakanna um að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnishlutlaus árið 2027. Hlutverk Environice í þessari samvinnu var að greina þau tækifæri sem sauðfjárbú hafa til að draga úr nettólosun, hvort sem það verður gert með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis, eldsneytisskiptum eða á annan hátt. Verkið fólst m.a. í að þróa líkan sem gerir það mögulegt að reikna kolefnisspor einstakra rekstrarþátta á tilteknu sauðfjárbúi og birta heildarlosun búsins á einfaldan hátt. Líkanið gerir það jafnframt mögulegt að reikna árangur einstakra mótvægisaðgerða.

Afrakstur verkefnisins birtist m.a. í skýrslunni Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun, sem kynnt var á blaðamannfundi í Bændahöllinni 26. október 2017. Samstarf Environice og sauðfjárbænda hefur vakið talsverða athygli og fengið umfjöllun í Bændablaðinu og víðar.

Viðskiptavinur: Landssamtök sauðfjárbænda

Tímarammi: Árið 2017

Tengd útgáfa: Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun