Haustið 2019 tók Environice að sér mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir malarefni og annað unnið efni á svæðum umhverfis efnistökuna. Allt unnið efni úr námunni er notað sem fylliefni í steinsteypu. Efnistaka hefur verið stunduð í Skorholtsnámu allt frá árinu 1954. Mat á umhverfisáhrifum er forsenda frekari efnistöku á næstu árum, en framkvæmd sem þessi fellur undir flokk A (tölulið 2.01) í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.

Salome Hallfreðsdóttir hafði yfirumsjón með matsvinnunni f.h. Environice frá upphafi, en Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir tók við því verkefni haustið 2021.

Umhverfismatsskýrsla vegna framkvæmdarinnar lá frammi til kynningar til 12. apríl 2022 og matinu lauk með útgáfu álits Skipulagsstofnunar 18. maí sama ár.

Viðskiptavinur: BM Vallá ehf.
Áætlaður tímarammi: Matsferlinu lauk 18. maí 2022
Tengd útgáfa: Öll gögn um málið eru aðgengileg í gagnagrunni umhverfismats á vef Skipulagsstofnunar.