Haustið 2019 tók Environice að sér mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir malarefni og annað unnið efni á svæðum umhverfis efnistökuna. Allt unnið efni úr námunni er notað sem fylliefni í steinsteypu. Efnistaka hefur verið stunduð í Skorholtsnámu allt frá árinu 1954. Mat á umhverfisáhrifum er forsenda frekari efnistöku á næstu árum, en framkvæmd sem þessi fellur undir flokk A í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfsáhrifum.

Salome Hallfreðsdóttir hefur yfirumsjón með matsvinnunni f.h. Environice.

Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið 2020 og liggja nú frammi til kynningar. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 29. maí 2020.

Viðskiptavinur: BM Vallá ehf.

Áætlaður tímarammi: Frá hausti 2019 til ársloka 2020

Tengd útgáfa:
Skorholt_matsáætlun_drög að tillögu_mai 2020