Environice vann á vordögum 2016 að þróun Menningarstefnu Vesturlands með Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Haldnir voru fimm íbúafundir á Vesturlandi; í Dalabyggð, í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði þar sem unnið var með íbúum að þróun stefnunnar. Undirbúningur fundanna, fundarstjórn og yfirumsjón var í höndum Stefáns Gíslasonar en Birgitta Stefánsdóttir sá að mestu um úrvinnslu í samstarfi við sérstakan ráðgjafarhóp sem SSV skipaði til verksins.

Viðskiptavinur: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Áætlaður tímarammi: Aðkomu Environice að verkinu er lokið. Menningarstefnan verður lögð fyrir haustþing SSV 2016 til afgreiðslu.

Tengd útgáfa: Menningarstefna Vesturlands 2016-2019