Environice stýrir verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, en verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styður einni við framkvæmd verkefnisins, auk þess sem Háskóli þriðja aldursskeiðsins (U3A) kom að undirbúningi þess.

Verkefnið gengur út á að efla samstarf milli hópa eldra fólks á Norðurlöndunum á sviði umhverfismála. Löndin sem um ræðir eru Álandseyjar, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.

Markmið verkefnisins er að virkja fleira eldra fólk í loftslagsmálum með því að skapa norrænan vettvang fyrir hugmyndaskipti, tengslanet, innblástur og góðar fyrirmyndir og stuðla um leið að varanlegri líkamlegri og andlegri heilsu þátttakenda.

Verkefninu er skipt upp í þrjú skref;

  1. Taka saman yfirlit yfir aðila, samstarf og verkefni eldra fólks á Norðurlöndunum á sviði loftslagsmála
  2. Undirbúa, boða til og sjá um málstofu um eldra fólk og loftslagsmál (á Íslandi haustið 2023)
  3. Taka saman skýrslu með grunnupplýsingum, samantekt frá málstofunni og ráðleggingum til stjórnvalda á Norðurlöndunum um það sem þau gætu gert til að styðja við starf aldraðra á sviði loftslagsmála

Verkkaupi: Norræna ráðherranefndin
Verklok: Verkið hófst í febrúar 2023. Verklok eru áformuð í lok nóvember sama ár.
Útgáfa: