Haustið 2021 tók Environice að sér að vinna greiningu á magni úrgangs til brennslu ef til þess kæmi að byggt yrði sorporkuver (hátæknibrennslustöð) á Íslandi. Þessi greining var hluti af mun stærra forverkefni sem sorpsamlögin SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð Suðurlands bs., svo og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, höfðu gert með sér samning um. Samband íslenskra sveitarfélaga kom einnig að verkefninu.

Í forverkefninu voru dregnar saman upplýsingar um nokkrar helstu forsendur hugsanlegs sorporkuvers og er ætlunin að niðurstöðurnar nýtist sem lykilgagn við ákvörðunartöku um framhald málsins. Aðkoma Environice fólst einkum í að:

  • Setja fram flokka efnisstrauma.
  • Greina efnisstrauma sem gætu komið til vinnslu. Varpa ljósi á efnisstrauma sem í dag eru urðaðir en munu ekki eiga farveg í þeirri vinnslu sem hér er til skoðunar.
  • Taka saman umfang og magn hvers efnisstraums – sem koma myndi til vinnslu – í nútíð og fyrirsjáanlegri framtíð.
  • Hve stór þarf vinnslan að vera til að anna þessu?
  • Taka saman flutningaþörf innanlands.
  • Greina möguleika varðandi afsetningu orku og fastra efnisstrauma.
  • Setja fram þessa möguleika og draga sérstaklega fram ef þeir eru háðir staðsetningu vinnslunnar.

Verkkaupi: Sorpa (fyrir hönd þeirra stofnana sem stóðu að verkefninu)
Verklok: des 2021
Tengd útgáfa: Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegsúngs í stað urðunar (Sjá Viðauka B)