Á árinu 2015 aðstoðaði Environice sveitarfélög á Norðurlandi við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á svæðinu frá Hrútafirði í vestri austur á Melrakkasléttu. Verkið var unnið á grundvelli samnings milli sorpsamlaga á svæðinu frá 8. mars 2012. Á umræddu svæði eru samtals 18 sveitarfélög, sem hafa einsett sér að vinna saman að því að finna bestu mögulegu lausnirnar í úrgangsmálum. Svæðisáætlunin var samþykkt af öllum hlutaðeigandi sveitarstjórnum í ársbyrjun 2016.

Þriggja manna verkefnisstjórn heimamanna vann að gerð svæðisáætlunarinnar með fulltrúum Environice. Formaður verkefnisstjórnar var Ólöf Harpa Jósefsdóttir hjá Flokkun Eyjafjörður ehf.

Viðskiptavinur: Flokkun Eyjafjörður ehf. f.h. sorpsamlaga og sveitarfélaga á Norðurlandi.

Áætlaður tímarammi: Verkefnið var að mestu unnið á árinu 2015 og lauk með formlegri samþykkt áætlunarinnar í ársbyrjun 2016.

Tengd útgáfa: Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 – 2026