Environice hefur tekið að sér að vinna svæðisáætlun fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.

Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.
Að lokinni auglýsingu og kynningu áætluninnar skal sveitarstjórn staðfesta áætlunina og skal hún vera aðgengileg almenningi.

Verkkaupi: Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður
Verklok: Verkið hófst í janúar 2022, en hefur legið niðri frá kosningu til sveitarstjórna þá um vorið
Útgáfa: