Sumarið 2023 óskaði framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs eftir því að Environice tæki að sér að leggja mat á ferla sjóðsins varðandi úrvinnslu drykkjarferna og svara ýmsum álitaefnum í tengslum við þessa ferla. Ákvörðun um að framkvæma mat af þessu tagi kom í kjölfar opinberrar umfjöllunar fyrr á árinu þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs á drykkjarfernum væri ekki eins og best væri á kosið og að fernur sem sendar væru til endurvinnslu væru að mestu leyti nýttar til orkuvinnslu í stað efnisendurvinnslu. Í úttektinni var leitast við að svara 8 spurningum sem tilgreindar voru í verkefnislýsingu. Niðurstöðum var skilað til Úrvinnslusjóðs í byrjun nóvember og þær kynntar fyrir nýrri stjórn sjóðsins síðar í sama mánuði.

Verkkaupi: Úrvinnslusjóður
Verktími: September-nóvember 2023
Útgáfa: Niðurstöður úttektarinnar