Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice sér um sýnatökuna, kemur sýnum til greiningar og tekur saman skýrslur um niðurstöðurnar, auk þess að vera Grundarfjarðarbæ til ráðgjafar um hvaðeina sem varðar umhverfisþætti í tengslum við rekstur urðunarstaðarins. 

Viðskiptavinur: Grundarfjarðarbær
Verklok: Árleg sýnataka (frá 2021).