Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) er ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar sem veitir alhliða ráðgjöf um þessi málefni til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.
Hlutverk Environice er að aðstoða viðskiptavini sína í viðleitni þeirra til auka þekkingu sína og bæta eigin frammistöðu í umhverfismálum. Þannig stuðla þessir aðilar sameiginlega að betri framtíð!
Environice……………..
er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar
byggir alla sína starfsemi á heildarhyggju og þverfaglegri nálgun
veitir faglega en samt persónulega þjónustu
er nærandi og hvetjandi vinnustaður þar sem starfsfólk tekur virkan þátt í daglegum ákvörðunum og umræðu
hefur valið sér einkunnarorðin: Umhyggja – vinsemd – virðing
Umhverfisstefna Environice
Environice er umhverfisráðgjafarfyrirtæki sem starfar í nánum tengslum við íslenska náttúru, hefur hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllum sínum verkum og er í fararbroddi meðal íslenskra fyrirtækja hvað þetta varðar.
Environice leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og stöðugar úrbætur í umhverfisstarfi.
Environice leitast við að nota endurnýjanlegar auðlindir og náttúruleg efni í starfsemi sinni og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup.
Allur úrgangur sem fellur til í starfsemi Environice er flokkaður eins og kveðið er á um í lögum um meðhöndlun úrgangs og í samþykkt viðkomandi sveitarfélags um meðhöndlun úrgangs. Markmið fyrirtækisins er að enginn úrgangur fari frá því til förgunar (frá og með árinu 2023).
Kolefnisspor vegna starfsemi Environice (að lágmarki innan losunarsviða 1 og 2 (e. scope 1&2)) er reiknað árlega. Fyrirtækið stefnir að kolefnishlutleysi að þessu leyti frá og með árinu 2024. Rafbílar eru þegar nýttir til allra ferða á vegum fyrirtækisins þar sem þess er nokkur kostur.
Öll starfsemi Environice er í samræmi við texta og tilgang laga, reglugerða, samninga og annarra samþykkta um verndun umhverfis og samfélags.
Umhverfisstefna Environice er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi. Umhverfisstefnan er endurskoðuð reglulega.
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.