UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið, sem staðsett er á Hvanneyri, veitir ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk Environice er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Kolefnisspor Vesturlands 2024

Í júní 2025 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið fól í sér endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum af sama tagi sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021 og var unnið á sambærilegan hátt hvað aðferðir og efnistök varðar. Megintilgangur verkefnisins var að skapa nýjan grunn…

Meðhöndlun lífúrgangs á Íslandi

Í árslok 2025 var gengið frá samningi Environice við Samband íslenskra sveitarfélaga um verkefni sem fólst í greiningu á núverandi innviðum til meðhöndlunar á lífúrgangi, þ.e.a.s. lífrænum úrgangi frá heimilum og sambærilegum úrgangi frá stofnunum og fyrirtækjum. Undir þetta fellur bæði matarúrgangur og garðaúrgangur. Samkvæmt verkefnislýsingu er verkefnið þríþætt: Kortlagning núverandi innviða, m.t.t. staðsetningar, afkastagetu…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hulusvæðinu

Environice vinnur með sveitarstjórnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum tveimur fyrir árin 2025-2036, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Verkið hófst í september 2024 og lýkur væntanlega í febrúar eða mars 2026 með staðfestingu sveitarstjórnanna á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda…

Fréttir

Svæðisáætlun fyrir Hulusvæðið kynnt

Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur vinna sameiginlega að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana,…

Umhverfismatsskýrsla til kynningar

Umhverfismatsskýrsla vegna fyrirhugaðrar sorporkustöðvar með orkuvinnslu (sorporkuvers) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra var birt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í gær og þar gefst almenningi kostur á að kynna sér efni hennar og koma með athugasemdir innan lögbundins sex vikna frests, sem rennur út 2. janúar 2026. Environice hefur aðstoðað Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. við umhverfismatið,…

Svæðisáætlun fyrir Vestmannaeyjar kynnt

Vestmannaeyjabær vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og…

Fréttir frá 2020.is