Í júní 2025 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið felur í sér endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum af sama tagi sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021 og verður unnið á sambærilegan hátt hvað aðferðir og efnistök varðar. Megintilgangur verkefnisins er að skapa nýjan grunn fyrir ákvarðanatöku um loftslagsmál í landshlutanum, svo og að draga upp mynd af umgjörð loftslagsmála og þeim tækifærum og ógnum sem sveitarfélög standa frammi fyrir á því sviði. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða, Norðurlands vestra, Norðurlands eystra, Austurlands og Suðurlands, auk Vesturlands.

Verkefnið skiptist í þrjá meginþætti:

  1. Útreikningur á kolefnisspori Vesturlands.
  2. Drög að aðgerðaáætlun, þ.e.a.s. áætlun sem miðar að því að minnka kolefnisspor landshlutans í samræmi við tilgreind markmið. Gert er ráð fyrir að hverri aðgerð fylgi gróft mat á árangri aðgerðarinnar.
  3. Almenn og leiðbeinandi umfjöllun um kolefniseiningar og um notkun slíkra eininga til kolefnisjöfnunar.

Gert var ráð fyrir að verkinu verði lokið 31. október 2025, en verklokum hefur verið frestað þar til tekist hefur að afla upplýsinga um landflokka á svæðinu.

Verkkaupi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Tímarammi: Júní – október 2025.

Tengd útgáfa: