Í árslok 2025 var gengið frá samningi Environice við Samband íslenskra sveitarfélaga um verkefni sem fólst í greiningu á núverandi innviðum til meðhöndlunar á lífúrgangi, þ.e.a.s. lífrænum úrgangi frá heimilum og sambærilegum úrgangi frá stofnunum og fyrirtækjum. Undir þetta fellur bæði matarúrgangur og garðaúrgangur. Samkvæmt verkefnislýsingu er verkefnið þríþætt:
- Kortlagning núverandi innviða, m.t.t. staðsetningar, afkastagetu og þess hvort meðhöndlunin teljist fullnægjandi m.t.t. laga og reglugerða.
- Mat á þörf fyrir innviði til meðhöndlunar lífúrgangs á landsvísu.
- Mögulegar lausnir þar sem innviðir eru ekki fullnægjandi.
Skýrslum með niðurstöðum fyrsta verkþáttarins var skilað til Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. janúar 2026, en gert er ráð fyrir að verkefninu verði að fullu lokið 31. mars sama ár.
Viðskiptavinur: Samband íslenskra sveitarfélaga
Áætlaður tímarammi: Verklok 31. mars 2026
Tengd útgáfa:

