Environice hefur aðstoðað Elkem við ýmis verkefni sem lúta að kolefnisbókhaldi fyrirtækisins. Veturinn 2016-2017 hefur þessi vinna m.a. snúist um mat á því hvaða þýðingu nýting tréflísar sem kolefnisgjafa í stað kola hefur í kolefnisbókhaldinu. Áður hefur Environice m.a. aðstoðað Elkem við að kanna hvort fyrirtækið geti fengið úthlutað losunarheimildum í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS) vegna orkuendurvinnslu. Úthlutun losunarheimilda í viðskiptakerfinu fer eftir flóknum, samræmdum reglum ESB. Markmið verkefnisins var m.a. að kanna hversu mörgum heimildum Elkem gæti fengið úthlutað vegna orkuendurvinnslu, hvort fjöldinn væri breytilegur eftir árum þegar líður á losunartímabilið og hvort fjöldinn væri háður formi orkunnar, í hvað hún væri notuð og hver notandinn væri. Þá var einnig velt upp þeim möguleika hvort hægt væri að afla viðbótarheimilda með því að koma að verkefni sem fæli í sér samdrátt gróðurhúsalofttegunda. Birna Sigrún Hallsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir unnu greinargerð um þessi atriði yrir Elkem og var henni skilað í október 2014.

Viðskiptavinur: Elkem Iceland

Áætlaður tímarammi: Hófst 2014 og verður framhaldið eftir þörfum

Tengd útgáfa: