Environice var í hlutverki ráðgjafa við gerð sjónvarpsþáttanna Hvað höfum við gert?, sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu (RÚV) vorið 2019. Framleiðslufyrirtækið Sagafilm stóð að gerð þáttanna og á útmánuðum 2021 verður sýnd ný þáttaröð sem fyrirtækið hefur sett saman undir yfirskriftinn Hvað getum við gert? Þar hefur Environice enn svipað hlutverk og við gerð fyrri þáttaraðarinnar.

Í þáttunum sem um ræðir er fjallað um loftslagsmál frá ýmsum hliðum. Í fyrri þáttaröðinni var sjónum einkum beint að stöðu mála og ástæðum þess að svo er komið sem raun ber vitni. Í nýju þáttunum verða hins vegar kynnt fjölmörg dæmi um verkefni sem unnið er að eða eru á döfinni – og eru til þess fallinn að koma í veg fyrir loftslagsvandann eða að bregðast við honum.

Viðskiptavinur: Sagafilm

Tímarammi: Gerð þáttanna er á lokastigi og verða þeir sýndir á RÚV á útmánuðum 2021.

Tengd útgáfa: