Sumarið 2020 samdi Environice við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda um að reikna kolefnisspor eggjaframleiðslu og kjúklingaframleiðslu á Íslandi. Meginafurðir verkefnisins verða skýrslur um kolefnisspor hvorrar greinar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru, auk þess sem útbúin verða reiknilíkön á Excel-formi sem gera einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna, út frá upplýsingum um aðföng o.fl. sem þeir slá sjálfir inn í líkönin. Með líkönunum verður einnig hægt að reikna ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum (endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu) sem miða að því að draga úr losun og auka kolefnisbindingu.

Verkefnið er sambærilegt verkefnum sem Environice hefur áður unnið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda, Samband garðyrkubænda og Landssamband fiskeldisstöðva.

Viðskiptavinur: Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda

Verklok: Ársbyrjun 2021

Tengd útgáfa: